Spurt og Svarað – Sticker ehf Skip to content

Spurt og Svarað

Mælingar.

Viltu að við komum og mælum? getum gert þetta án auka kostnaðar. Endilega hafið samband.

á sandbástusfilmum er algengt að filman sé með 5mm gler kant. þá myndi filman öll vera 1cm minni en stíft mál á glugga. Gott að gera ráð fyrir þessu þegar þú stimplar inn stærð á filmunni.

Margir viljá líka hafa stíft mál á filmum og loka alveg fyrir. Ef þú velur að við komum á staðinn getum við skorið af ef filman er nokkrum MM of stór. 

Ef þú vilt hafa renning í elhúsi þar sem filman á aðeins að fara 50cm hátt sem dæmi og það er líka opnanlegt fag þá á pöntunin fyrir opnanlega fagið oft að vera um 4 til 5cm styttra en aðal filman.

 Varðandi sólarfilmur þá þurfa málin þín ekki að vera alveg fullkomin bara eins nákvæm og þú getur. Þær koma 2-3 cm stærri og við skerum þær fullkomlega á glerinu þannig að það mindast ekki ljósop á hliðunum.

Hvernig panta ég?

Hægt er að panta filmurnar auðveldlega á síðunni. þú einfaldlega velur filmu og stimplar inn hæð og breidd á filmu til að fá rétt verð og setur svo í körfu fyrir hverja filmu.

Svo er gengið frá pöntun og valið hvort þú villt fá sent eða að fá okkur til að setja upp filmuna.

líka hægt að senda okkur hæð og breidd glugga / filmu á netfáng okkar sticker@sticker.is og ræða hvaða önnur mynstur eru í boði. það er einnig hægt að hringja í okkur 7752945.

Fæ ég sýnishorn?

þegar þú ert búinn að leggja inn pöntun munum við setja saman sýnishorn af santblástursfilmunni í stærðinni sem var pöntuð og með texta, nöfnum og heimilisfangi ef því var bætt við. Við breytum þessu þangað til þið eruð sátt.

Verð á sendingu eða uppsetningu.

Gengið frá í lok pöntun. Við erum allt of sangjörn með verð :)

Verð á uppsetningu á filmum er frá 5500kr

Við bjóðum upp á uppsetningu hér. Höfuðborgarsvæði, Akranes, Selfoss, Flúðir, Hveragerði, Eyrarbakki, Stokkseyri, Þórlákshöfn Hella og Hvollsvöllur, Reykjanesbær og nágreni.

Eða Heimsending um allt land 1900 kr.

Hversu löng er biðin?

Við Stefnum á að senda filmunrar innan við sólahring eftir að sýnishornið er samþykkt.

Fyrir uppsetningar er stefnan á að klára verk innan við viku. En oft getum við græjað uppsetningu fljótlar.

Quick Shop